Enginn var með 1. vinning að þessu sinni og verður hann því 2faldur í næstu viku. Miðaeigandi í Noregi hitti á sex réttar tölur og fær hann því óskiptan 2. vinning sem hljóðaði upp á rúmlega 32 milljónir króna. Þá var einn með hinn al-íslenska 3. vinning og fær að launum rúmar 3 milljónir. Miðinn er í áskrift.
Sex miðahafar nældu sér í 2. vinning í Jóker og fær hver um sig 125 þúsund kall í vasann. Fjórir miðanna eru í áskrift, einn var keyptur í appinu og einn á lotto.is
Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 5,312.