Enginn var með 1. vinning að þessu sinni en 2. vinningur skiptist á milli átta miðahafa og fær hver um sig rúmlega 57 milljónir í sinn hlut, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum: Eistlandi, Lettlandi, Noregi, tveir í Svíþjóð og þrír í Þýskalandi. Níu skiptu með sér 3. Vinningi og fær hver þeirra rúmlega 16,7 milljónir króna í vinning, þeir miðar voru keyptir í þessum löndum; Tékklandi, Ungverjalandi, Slóvakíu, tveir í Noregi, tveir í Finnlandi og tveir í Þýskalandi.
Einn var með 2. vinning í Jóker og fær hann 125 þúsund kall í vasann, miðinn var keyptur í appinu. Enginn var með 1. vinning kvöldsins í Jóker.
Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 3,766.