Það var spilari í Koblenz í Þýskalandi var heppnastur allra í útdrætti kvöldsins þegar hann gerði sér lítið fyrir og nældi sér óskiptan 1. vinning og er hann nú orðinn 11,6 milljörðum ríkari en í gær. Fjórir skiptu með sér 2. vinningi og fær hver um sig rúmlega 92,7 milljónir króna, tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi en hinir tveir í Danmörku og Póllandi. Alls voru svo níu spilarar sem fengu 3ja vinning, þeir keyptu miðana sína í eftirtöldum löndum; Noregi, Finnlandi, Svíþjóð, Ítalíu og fimm voru keyptir í Þýskalandi. Hver og einn fær rúmlega 23 milljónir í vinning.
Enginn var með 1. vinning í Jóker kvöldsins en einn náði sér í 2. vinning og fær hann 125 þúsund krónur, miðinn er í áskrift.