Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot en sex miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 32,8 milljónir króna. Þrír miðar voru keyptir í Þýskalandi, einn á Spáni, einn á Ítalíu og einn í Póllandi. Þá voru 13 miðahafar með 3. vinning og fá fyrir það rúmar 8,5 milljónir. Fimm miðar voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Noregi, einn á Spáni, einn á Grikklandi, einn í Tékklandi, einn í Slóveníu, einn í Póllandi og einn á Ítalíu. Heppinn Íslendingur vann tvöfaldan 4. vinning á kerfismiða og fær fyrir það tæpar 490 þúsund krónur. Miðinn var keyptur á Jolla í Hafnarfirði.
Jókerinn gekk ekki út í kvöld en tveir miðahafar voru með 2. vinning og fá fyrir það 125 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Prins Póló og á lotto.is.