Fimm miðaeigendur skiptu með sér 2. vinningi að þessu sinni og fær hver þeirra rúmlega 61 milljón í sinn hlut, þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Svíþjóð og einn í Finnlandi. Þrír skiptu með sér 3. vinningi og fær hver rúmlega 57 milljónir, einn keypti miðann sinn í Svíþjóð og tveir í Þýskalandi. Enginn var með 1. vinning.
Jóker; enginn náði að landa 1. vinningi en einn var með 2. vinning, var sá miði keyptur í appinu.
Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 3,166