Ljónheppinn miðahafi frá Noregi var einn með 1. vinning og fær hann rúmar 761 milljónir króna. Enginn var með 2. vinning en einn heppinn íslenskur miðahafi var með hin al-íslenska 3. vinning og fær hann rúmar 4,8 milljónir króna. Miðinn var keyptur í Lottó appinu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins en fimm miðahafar voru með 2. vinning sem færir þeim 125 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Lukku Láka Mosfellsbæ, Euro Market Kópavogi og Nettó Glæsibæ. Tveir miðar eru í áskrift.