Miðaeigandi sem er svo forsjáll að vera með miðann sinn í áskrift hafði aldeilis heppnina með sér þegar hann var einn með tvöfaldan 1. vinning og er því orðinn eigandi að rúmlega 20,8 milljónum króna. Alls ekki amalegt að byrja árið 2025 á þennan hátt. Þrír skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra173 þúsund kall í vasann, tveir miðanna eru í áskrift, einn var keyptur í söluturninum Vitanum við Laugaveg í Reykjavík og einn var keyptur á heimasíðunni okkar lotto.is.
Enginn var með 1. vinning í Jóker er tveir áskrifendur fengu 2. vinning sem hljóðar núna upp á 125 þúsund kall.