Þýskur miðahafi í München var með heppnina með sér í kvöld og var einn með 1. vinning sem hljóðaði upp á rúmlega 9,3 milljarða. Tíu miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 32,5 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Spáni, Ítalíu, Svíþjóð, Póllandi og fimm í Þýskalandi. Ellefu miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmar 16,7 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Slóveníu, Svíþjóð, Finnlandi og átta miðar voru keyptir í Þýskalandi.
Enginn var með allar tölur réttar í Jóker kvöldsins en þrír voru með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hver. Einn miði var keyptur á lotto.is og tveir í Lottó appinu.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 4.459.