Fréttir

lotto

90 milljónir og barn á leiðinni

12. Jan 2024, 14:41

Stóri lottóvinningurinn kemur sér einstaklega vel
Það voru verðandi foreldrar sem hrepptu síðasta, en fjarri því sísta, lottópottinn á liðnu ári. Þau voru ein með allar tölurnar réttar og fengu rúmar 90,2 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. 
Stóri vinningurinn kemur sér svo sannarlega vel. Ekki aðeins vegna allra jólareikninganna heldur vegna þess að fólkið, sem er á fertugsaldri, er nýlega búið að selja íbúðina sína og er einmitt að leita að rúmbetra húsnæði fyrir stækkandi fjölskyldu.
 
Í samtali við Íslenska getspá sögðust þau hafa haft lúmska tilfinningu um að þetta væri þeirra dagur, tóku upp símana sína og keyptu bæði miða í lottóappinu. Hann var með vinningsmiðann sem innihélt sjö raðir og valdi hann tölurnar sjálfur. Kostaði miðinn 1.050 krónur.

Þegar þau fréttu að vinningurinn hefði komið á miða sem var keyptur í appinu urðu þau bæði furðulega viss um að einmitt þau hefðu unnið, en greindi þó aðeins á um hversu mikil geðshræringin var í raun þegar góðu fréttirnar voru staðfestar. Eins og áður sagði kemur stóri vinningurinn sér einstaklega vel en Íslensk getspá hefur einnig boðið vinningshöfunum ókeypis fjármálaráðgjöf.

Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar vinningshafanum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk,
sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Lottó - 3faldur næst!

Fyrsti vinningur gekk ekki út í Lottó útdrætti kvöldsins en einn miðahafi var með bónusvinninginn og fær hann rétt rúmar 500.000 krónur í vinning. Miðinn er í áskrift. Heppinn miðahafi var með 1. vinning í Jókernum og fær hann tvær milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Póló Vape Shop við Bústaðarveg. Þá vor... Lesa meira

lotto

Lottó - 2faldur næst!

Potturinn verður tvöfaldur næsta laugardag en 1. vinningur gekk ekki út í Lottó útdrætti kvöldsins. Tveir skiptu með sér bónusvinningnum sem færir þeim rúmar 206 þúsund krónur. Annar miðinn er í áskrift og hinn var keyptur í Lottó appinu. Enginn var með allar tölur réttar í réttri röð en átta miðahafar voru með 2. vinn... Lesa meira

lotto

Lottó - 1. vinningur til Vestmannaeyja

Heppinn miðaeigandi var einn með allar tölur réttar í Lottó útdrætti kvöldsins og fær hann rúmar 9,6 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur í Bensínsölunni Kletti í Vestmannaeyjum. Sex skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra 73.900 kr. Tveir miðanna voru keyptir í Lottó-appinu, þrír eru í áskrift og ei... Lesa meira

lotto

Starfslokin breyttust á augabragði

Stærsti sexfaldi pottur sögunnar gaf vel af sér um þarsíðustu helgi en alls voru um 18 þúsund manns sem fengu vinning, þar af voru sjö með bónusvinninginn og 15 voru með annan vinning í Jóker. Tveir ofurheppnir spilarar voru svo með allar tölurnar réttar og hlaut hvor um 57 milljónir í sinn hlut. Annan miðann áttu hjón... Lesa meira

lotto

Lottó - Þrír með 1. vinning!

Fyrsti vinningur gekk út í Lottó útdrætti kvöldsins en það voru 3 heppnir miðahafar sem skipta vinningsupphæðinni á milli sín og fá rúmar 3,1 milljónir hver. Einn miði var keyptur í Lottó appinu og tveir miðar eru í áskrift. Þá var einn áskrifandi með bónusvinninginn og fær hann rúmlega 433 þúsund krónur í vinning. Eng... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir