Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en þrír heppnir miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra tæpar 87milljónir króna í sinn hlut. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn á Spáni. Þá voru níu miðhafar með 3. vinning og fær hver vinningshafi rúmar 16 milljónir króna í vinning. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Noregi og hinir þrír í Danmörku, Slóvakíu og á Spáni.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins en tveir voru með 2. vinning og fær hvor þeirra 100.000 krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Olís Álfheimum og í Lottó appinu.