Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot en tveir miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hvor þeirra rúmar 89,7 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Grikklandi og í Þýskalandi. Þá voru fimm miðahafar með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 20,2 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Finnlandi, Póllandi, Ungverjalandi og Þýskalandi.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tveir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra 125.000 krónur í vasann. Miðarnir voru keyptir í Hagkaup í Skeifunni og á vef okkar lotto.is.