Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot en sex miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 79,9 milljónir króna í sinn hlut. Fimm miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Ungverjalandi.
Þá voru 21 miðhafi með 3. vinning og fær hver þeirra tæpar 12,9 milljónir króna í vinning. Tíu miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Litháen, tveir í Króatíu, tveir á Spáni, tveir í Svíðþjóð og hinir þrír í Danmörku, Noregi og Ungverjalandi.
Einn miðahafi var með 4. vinning og fær hann tæpar 770 þúsund krónur í sinn hlut. Vinningsmiðinn var keyptur í Lottó appinu.
Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en fjórir miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra 125.000 krónur í vasann. Tveir miðar voru keytir í Lottó appinu og tveir miðar eru í áskrift.