Enginn var með 1. vinning þetta þriðjudagskvöldið en 6 miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og fær hver og einn rétt tæplega 30,7 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; einn í Grikklandi, tveir í Króatíu og þrír í Þýskalandi. Þá voru sextán spilarar með 3. vinning sem gerir 6,5 milljónir á mann og voru þeir miðar keyptir í eftirtöldum löndum: Noregi, Svíþjóð, Ungverjalandi, Póllandi, tveir í Finnlandi og tíu í Þýskalandi.
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Jóker kvöldsins.