Enski getraunaseðillinn í þessari viku verður ekki birtur fyrr en á fimmtudagsmorgun. Ástæðan er sú að vegna landsleikjahlés er möguleiki á að leikjum verði frestað ef leikmenn liðanna eru kallaðir í landsliðsverkefni. Með því að birta seðilinn ekki fyrr en á fimmtudagsmorgun er verið að reyna að tryggja að allir leikirnir á seðlinum verði spilaðir.
Tengdar fréttir
getraunir
Enginn Íslendingur var með 13 rétta á enska getraunaseðlinum á laugardaginn. Það voru hinsvegar níu Svíar sem skiptu á milli sín 440 milljón króna risapotti og fær hver þeirra tæpar 49 milljónir króna í sinn hlut.
getraunir
Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að enska úrvalsdeildin er hafin. Þá vakna margir tipparar til lífsins og tippa á Enska getraunaseðilinn á laugardögum. Húskerfi Grindavíkur hefur verið starfandi í mörg ár og gefst félagsmönnum tækifæri til að tippa á Enska getraunaseðilinn. Um síðustu helgi voru seldir 47 hlutir á ... Lesa meira
getraunir
Við hjá Íslenskum getraunum þökkum forseta ÍSÍ fyrir að vekja máls á þessum vanda. Umræða um áhrif íþróttaveðmála, sérstaklega á ungt fólk, er nauðsynleg og tímabær. Ábyrg spilun er okkur hjartans mál. Við nýtum aldurstakmörk, sjálfsútilokun, opnunartíma og eyðslutakmörk til að stuðla að heilbrigðu umhverfi. Það er kom... Lesa meira
getraunir
Vinsamlega athugið að lokunartími á Enska getraunaseðlinum er sunnudagurinn 22 júní kl. 13.00 en ekki laugardagurinn 21 júní. Sunnudagsseðillinn (Evrópuseðillinn) lokar laugardaginn 21 júní kl. 13.00 en ekki á sunnudag eins og venja er til.
getraunir
Lokaumferðin í enska boltanum var leikin í gær, sunnudag. Tipparar á Íslandi reyndust á skotskónum og voru fjórir þeirra með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum. Fær hver þeirra í vinning um 1.5 milljónir króna. Þrír tipparana styðja við bakið á íþróttafélögum á Íslandi og eru þau Haukar, Keflavík og Golfklú... Lesa meira