Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í EuroJackpot útdrætti kvöldsins. Það var einn heppinn miðahafi með 3. vinning og hlýtur hann rétt rúmar 150 milljónir króna. Miðin var keyptur í Þýskalandi.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum. Þrír miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 125 þúsund krónur í sinn hlut. Tveir í Lottó appinu og einn miðinn er í áskrift.
Fréttir
eurojackpot
Úrslit í EuroJackpot 14. nóvember
14. Nov 2025, 20:30