1.vinningur gekk ekki út að þessu sinni í EuroJackpot útdrætti kvöldsins. Þrír miðahafar nældu sér í 2. vinninginn sem er að þessu sinni tæpar 76,3 milljónir. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Danmörku og Tékklandi. Þá voru fimmtán með 3. vinning sem færir þeim rúmar 8,6 milljónir. Sex miðar voru keyptir í Þýskalandi, þrír miðar í Noregi, tveir miðar í Finnlandi og einn í Póllandi, Ítalíu, Spáni og Hollandi.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrætti kvöldsins. Tveir nældu sér í 2. vinning sem er að venju 100 þúsund krónur. Annar miðinn var keyptur í Snælandi Kópavogi og hinn miðinn er í áskrift.