Lottópotturinn verður fimmfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í Lottó útdrætti kvöldsins. Tveir skiptu með sér bónusvinningnum, annar keypti miðann á lotto.is og hinn var keyptur í Drekanum í Hafnarfirði. Hlutur hvors er rúmlega 353 þúsund krónur.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en sjö miðahafar nældu sér í 2. vinning sem nemur 125 þúsund krónum. Einn miðinn var keyptur í Krambúðinni Hjarðarhaga, einn í N1 Ægissíðu, einn er í áskrift, tveir keyptir inn Lottó appinu og tveir voru keyptir á heimasíðunni okkar lotto.is.
Fréttir
lotto
Úrslit í Lottó 15. nóvember - fimmfaldur næst!
15. Nov 2025, 19:40