Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en tveir Pólverjar skiptu með sér 2. vinningi og fær hvor um sig rúmlega 151 milljón króna. Átta miðaeigendur skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 21 milljón, tveir miðanna voru keyptir í Danmörku, tveir í Þýskalandi og tveir á Spáni. Einn keypti miðann í Póllandi og einn í Hollandi.
Enginn var með allar tölur réttar í Jóker en tveir fengu 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall hvor, annar miðinn er í áskrift en hinn var keyptur á Olís, Dalvík.