Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en einn miðaeigandi var með 2. vinning og fær hann rúmlega 252 milljónir króna í sinn hlut. Miðinn var keyptur í Þýskalandi. Þá voru átta með 3. vinning og fá þeir tæpar 18 milljónir króna hver. Þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi og hinir í Svíþjóð, Slóvakíu, Póllandi, Ungverjalandi og á Spáni.
Heppinn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær fyrir það 2,5 milljónir króna. Miðinn góði er í áskrift. Annar vinningur gekk ekki út í þessum Jókerútdrætti.
Heildarfjöldi vinningsraða á Íslandi var 2.603.