Fréttir

getraunir

EM getraunaseðillinn - 50 milljónir

16. Jun 2024, 01:24

Næstu þrír seðlar Evrópuseðilsins verða svokallaðir EM seðlar og verður tryggt að vinningsupphæð fyrir 13 rétta verði ekki undir 4 milljónum sænskra króna eða um 50 milljónir íslenskra króna. Opnunar og lokunartímar verða ekki eins og venjulega.
Seðill 1 telst Miðvikudagsseðill og lokar fyrir sölu á föstudaginn 14. júní.
Seðill 2 telst Sunnudagsseðill og opnar fyrir sölu laugardaginn 15. júní og lokar fyrir sölu miðvikudaginn 19. júní. Seðill 2 telur með í Getraunadeildinni.
Seðill 3 telst Miðvikudagsseðill og opnar fyrir sölu fimmtudaginn 20. júní og lokar fyrir sölu laugardaginn 22. júní.
Enginn Sunnudagsseðill verður sunnudaginn 23. júní.
Laugardagsseðillinn (Enski seðillinn) lokar sunnudaginn 23. júní og gildir hann í getraunadeildinni. Það verður því aðeins einn seðill sem gildir í Getraunadeildinni helgina 22. og 23. júní.

getraunir

Húskerfið sló í gegn á Enska getraunaseðlinum

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að enska úrvalsdeildin er hafin. Þá vakna margir tipparar til lífsins og tippa á Enska getraunaseðilinn á laugardögum. Húskerfi Grindavíkur hefur verið starfandi í mörg ár og gefst félagsmönnum tækifæri til að tippa á Enska getraunaseðilinn. Um síðustu helgi voru seldir 47 hlutir á ... Lesa meira

getraunir

Lýðheilsan að veði?

Við hjá Íslenskum getraunum þökkum forseta ÍSÍ fyrir að vekja máls á þessum vanda. Umræða um áhrif íþróttaveðmála, sérstaklega á ungt fólk, er nauðsynleg og tímabær. Ábyrg spilun er okkur hjartans mál. Við nýtum aldurstakmörk, sjálfsútilokun, opnunartíma og eyðslutakmörk til að stuðla að heilbrigðu umhverfi. Það er kom... Lesa meira

getraunir

Sunnudagsseðillinn lokar kl. 13 á laugardag

Vinsamlega athugið að lokunartími á Enska getraunaseðlinum er sunnudagurinn 22 júní kl. 13.00 en ekki laugardagurinn 21 júní. Sunnudagsseðillinn (Evrópuseðillinn) lokar laugardaginn 21 júní kl. 13.00 en ekki á sunnudag eins og venja er til.

getraunir

Fjórir með 13 rétta

Lokaumferðin í enska boltanum var leikin í gær, sunnudag. Tipparar á Íslandi reyndust á skotskónum og voru fjórir þeirra með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum. Fær hver þeirra í vinning um 1.5 milljónir króna. Þrír tipparana styðja við bakið á íþróttafélögum á Íslandi og eru þau Haukar, Keflavík og Golfklú... Lesa meira

getraunir

Vann 500 þúsund í getraunum

Einn íslenskur tippari var með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum og fær hann í sinn hlut rúmar 500 þúsund krónur. Tipparinn keypti opinn seðil með þrjá þrítryggða leiki, 6 tvítryggða og fjóra með einu merki.

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir