Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot útdrættinum í kvöld en þrír miðahafar í Þýskalandi voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmlega 89,8 milljónir króna. Þá voru tólf miðahafar með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 12,6 milljónir króna í sinn hlut. Einn miðanna var keyptur á Íslandi á lotto.is, aðrir vinningsmiðar voru keyptir í Grikklandi, Svíþjóð, Finnlandi og átta í Þýskalandi.
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Jóker kvöldsins.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 3.581.