Enginn var með 1. vinning að þessu sinni en hins vegar gengu bæði 2. og 3. vinningur út; sex miðahafar skiptu 2. vinningi á milli sín og hlýtur hver þeirra rúmlega 30,7 milljónir. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Ungverjalandi og einn í Tékklandi.
3. vinningur skiptist á sjö hendur, fimm í Þýskalandi, einn í Svíþjóð og einn í Finnlandi og hlýtur hver um sig rétt tæpar 14,9 milljónir króna.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en einn var með 2. vinning sem hljóðar nú upp á 125,000, sá heppni keypti miðann sinn í Skalla, Hraunbæ í Reykjavík.