Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldins í Vikinglotto en tveir miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hvor þeirra rúmar 16,3 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Noregi og Slóveníu. Heppinn miðahafi á Íslandi var með hinn al-íslenska 3. vinning sem færir honum rúmar 1,5 milljónir króna í vinning. Miðinn var keyptur í Lottó appinu.
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Jókernum.