Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í Lottó útdrætti kvöldsins og verður potturinn því tvöfaldur í næstu viku.
Tveir heppnir miðahafar voru með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum og fær hvor þeirra 2,5 milljónir króna í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá Knattspyrnudeild Fram í Safamýrinni og í Lottó appinu. Þá voru sjö miðahafar með 2. vinning og fær hver þeirra 125.000 krónur í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í N1 á Reykjavíkurvegi, í Lottó appinu, á vef okkar lotto.is og fjórir miðanna eru í áskrift.