Fréttir

lotto

„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu – að fá að færa fólki svona fréttir!“

18. Jul 2025, 13:13

Það var bæði gleði og vantrú í bland þegar rúmlega sextug kona, sem hefur lengi verið áskrifandi að Lottó, mætti á skrifstofu Íslenskrar getspár eftir að hafa unnið tvöfaldan fyrsta vinning í síðasta útdrætti. Í sinn hlut fékk hún rúmlega 21 milljón króna, skattfrjálst. Hún var sú eina sem hafði allar tölurnar réttar í útdrættinum síðastliðinn laugardag og hafði ekki hugmynd um vinninginn fyrr en símtal barst frá Íslenskri getspá. Þegar hún mætti til að ganga frá málinu sagði hún brosandi:
„Þið hljótið að vera í skemmtilegasta starfinu – að fá að færa fólki svona fréttir!“


Konan, sem á eiginmann og uppkomin börn, hefur verið dyggur áskrifandi að Lottó í mörg ár. Hún segir að hún hafi alltaf litið á áskriftina sem leið til að styðja við íþróttahreyfinguna, sem hún telur hafa haft djúpstæð áhrif á líf sitt og barna sinna. „Ég á íþróttahreyfingunni svo ótrúlega mikið að þakka – bæði frá mínum yngri árum og gegnum börnin mín. Þess vegna hef ég alltaf séð áskriftina sem stuðning tilbaka,“ sagði hún.

 Eiginmaður hennar er fjarverandi vegna vinnu og hún hefur ákveðið að bíða með að segja honum gleðifréttirnar þar til hann kemur heim.
„Ég vil segja honum þetta augliti til auglitis,“ sagði hún og bætti við að hún væri enn að átta sig á tilfinningunum.

Aðspurð hvort hún væri byrjuð að skipuleggja hvað hún ætlaði að gera við vinninginn svaraði hún hlæjandi:

„Eina sem ég er búin að ákveða er að nú verður skipt um rúm – það er löngu tímabært!“
Við óskum vinningshafanum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning – sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu, þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Úrslit í Lottó 10. janúar - 6faldur næst!

Lottópotturinn verður sexfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Einn heppinn miðahafi var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúma 1 milljón króna í vinning. Miðann keypti hann á heimasíðu okkar, lotto.is Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum í kv... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó 3. janúar - Fimmfaldur næst

Lottópotturinn verður fimmfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í Lottó útdrætti kvöldsins. Einn heppinn miðahafi var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmar 836 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur inn á Lottó.is Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en sjö miðahafar voru með 2. vi... Lesa meira

lotto

vikinglotto

eurojackpot

Úrslit Milljólaleiks 2025

Dregið hefur verið í Milljólaleiknum, og hljóta 27 heppnir miðaeigendur einnar milljón króna vinning. 3 heppnir miðahafar keyptu miða á sölustað, og eru númerin ásamt upplýsingum um sölustaðinn eftirfarandi: 10155976 Olís Hellu 10304225 Happahúsið 10376898 Olís Álfheimum 12 af þeim heppnu eru áskrifendur, 5 keyptu miða... Lesa meira

lotto

Lottó - Potturinn stækkar á nýju ári!

Potturinn stækkar á nýju ári þar sem enginn var með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldins! Þrír miðahafar skiptu með sér bónusvinningnum og fær hver þeirra rétt tæpar 228 þúsund krónur í vinning. Tveir miðar voru keyptir í Lottó appinu og einn í Kjörbúðinni Þórshöfn. Enginn var með Jókerinn í kvöld en níu miðahafar voru... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó 20. desember - þrefaldur næst!

Það stefnir í þrefaldan jólapott næsta laugardag þar sem fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni. Einn heppinn miðahafi var með bónusvinninginn og hlýtur hann rúmar 917 þúsund krónur í vinning. Miðann keypti hann í Lottó appinu. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en sex miðahafar vru með ... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir