Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot útdrættinum en 3 voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 65,7 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Eistlandi, Slóveníu og í Svíþjóð. Þá voru sjö miðahafar með 3. vinning og fá þeir rétt tæpar 16 milljónir króna hver. Þrír miðar voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Svíþjóð, einn í Finnlandi og einn á Ítalíu.
Fyrsti vinningur gekk ekki út í Jókernum en einn var með 2. vinning og fær hann 125.000 krónur fyrir það. Miðinn var keyptur í Lottó appinu.
Heildarfjöldi vinningsraða á Íslandi var 2.337.