Engin var með 1. vinning í EuroJackpot útdrætti kvöldins en fimm miðahafar skiptu með sér 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 60,4 milljónir króna. Tveir miðar voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Póllandi og einn í Svíþjóð.
Þá voru 14 miðahafar með 3. vinning og fær hver þeirra rétt rúmar 12,1 milljónir króna, sjö miðanna voru keyptir í Þýskalandi, þrír í Noregi, tveir á Ítalíu, einn í Finnlandi og einn í Danmörku.
Heppinn íslendingur var á meðal þeirra 38 sem voru með 4. vinning og fær hann rétt tæpar 740 þúsund krónur í vinning. Miðann keypti hann á heimasíðu okkar, lotto.is
Tveir voru með 2. vinning í Jóker kvöldsins og fá þeir 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðarnir voru báðir keyptir í appinu okkar.