Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot útdrætti kvöldsins en níu miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver þeirra tæplega 55 milljónir króna. Allir vinningsmiðarnir voru keyptir í Þýskalandi. Þá voru ellefu með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 25 milljónir króna í sinn hlut. Átta miðar voru keyptir í Þýskalandi og hinir Í Króatíu, Noregi og Ítalíu.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrætti kvöldsins en tveir voru með 2. vinning og fær hvor þeirra 125 þúsund krónur. Annar miðinn var keyptur í Lottó appinu og hinn á lotto.is
Fréttir
eurojackpot
EuroJackpot - úrslit 2. maí
2. May 2025, 19:32