Hvorki 1. vinningur né bónusvinningurinn fóru út í Lottóinu þennan laugardaginn.
Eins var enginn með 1. vinning í Jókernum en 10 miðahafar voru með 2. vinning og fær hver og einn þeirra 125 þúsund krónur fyrir það. Miðarnir voru keyptir í Mini Market Reykjanesbæ, Mini Market Hafnarfirði, þrír miðar í Lottó appinu og einn á lotto.is. Fjórir miðar eru í áskrift.