Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot en einn heppinn þjóðverji var með 2. vinning og hlýtur hann rétt rúmar 262 milljónir króna í vinning. Þá voru þrír miðahafar sem skiptu með sér 3. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 49 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og sá þriðji var keyptur í Noregi.
Enginn var með 1. né 2. vinning í Jóker útdrætti kvöldsins.