Enginn var með 1. vinning í þessum þriðjudagsútdrætti og verður potturinn því fjórfaldur á föstudaginn. Tveir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig rúmlega 103 milljónir króna, báðir miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, annar í Münster en hinn í Saarbrücken. Þá voru alls sjö sem skiptu með sér 3. vinningi, þar af var einn miðinn keyptur í Danmörku, einn í Tékklandi, einn í Ungverjalandi og fjórir í Þýskalandi. Fær hver þeirra vinning upp á 16,6 milljónir króna.
Heildarfjöldi vinningshafa á Íslandi var 2,548.