Fimm miðahafar skiptu með sér 1. vinning í EuroJackpot og fær hver þeirra tæpar 987 milljónir króna. Allir fimm miðarnir voru keyptir í Þýskalandi. Þá voru þrír með 2. vinning sem færir þeim rúmar 250 milljónir. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Svíþjóð og á Spáni. 3. vinningur fór til Svíþjóðar og Ungverjalands en miðahafarnir fá rúmar 80,2 milljónir hvor.
Enginn var með Jókerinn í kvöld en tveir voru með 2. vinning og fá þeir 125 þúsund krónur hvor. Miðarnir voru keyptir á Olís Sæbraut og einn í lottó appinu.