Lottópotturinn verður sexfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti kvöldsins. Fjórir voru með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rétt rúmar 223 þúsund krónur í vinning. Tveir miðar eru í áskrift, einn var keyptur í Bitahöllinni á Stórhöfða og einn í Lottó appinu.
Einn Jókerspilari var með 1. vinning í kvöld og fær hann 2.5 milljónir í sinn vasa fyrir það. Miðinn var keyptur í Leirunesti á Akureyri. Þá voru fjórir með 2. vinning sem færir þeim 125 þúsund krónur. Miðarnir voru keyptir í Krambúðinni Reykjanesbæ, tveir á lotto.is og einn er í áskrift.