Enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar og verður potturinn því tvöfaldur næsta laugardag. Einn var með bónusvinninginn og hlýtur hann vinning upp á rúmar 420 þúsund krónur. Miðinn er í áskrift. Þá voru 34 miðahafar með 3. vinning sem að þessu sinni hljóðaði upp á rúmlega 64 þúsund krónur.
Þrír voru með 2. vinning í Jóker á fá þeir 125 þúsund krónur hver, einn er með miðann sinn í áskrift, einn keypti á lotto.is og einn í appinu. Enginn var hins vegar með 1. vinning í Jóker að þessu sinni.