Hvorki 1. né 2. vinningur fóru út í EuroJackpot útdrætti kvöldsins.
Tuttugu miðahafar skiptu með sér 3. vinning og fá tæpar 55 þúsund í sinn hlut.
Tólf miðar voru keyptir í Þýskalandi, einn í Danmörku, einn í Noregi, einn á Ítalíu, einn í Svíþjóð, einn í Póllandi og þrír í Finnlandi.
Jókerinn gekk ekki út í kvöld en einn var með 2. vinning og hlýtur sá aðili 125 þúsund krónur fyrir það. Miðinn er í áskrift.