Fréttir

lotto

Stefnir í metfjölda milljónamæringa í desember

23. Dec 2024, 15:10

Karlmaður á besta aldri var einn með allar tölur réttar í Lottó um síðustu helgi. Hann keypti miðann í Happahúsinu í Kringlunni samkvæmt vana sem tryggði honum rétt tæpar 10 skattfrjálsar milljónir. Vinningshafinn var auðvitað himinlifandi en þó hógværðin ein þegar hann gaf sig fram á skrifstofu Íslenskrar getspár í dag og sagðist mögulega endurnýja bílinn á nýju ári, annað væri þó alveg óráðið en vinningurinn væri að sjálfsögðu mjög svo kærkomin sérstaklega svona síðustu helgi fyrir jól.

Þessi heppni bætir manninum í hóp þeirra óvenju mörgu sem orðið hafa milljónamæringar með því að spila í Lottó síðustu vikurnar fyrir jól en alls hafa sex manns verið með fyrsta vinning síðan 30. nóvember sl. Svo munu að lágmarki 28 milljónamæringar bætast við laugardaginn 28. desember þegar dregið verður í Milljólaleiknum.

Við óskum vinningshafanum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Úrslit í Lottó 4. október - 6faldur næst!

Lottópotturinn verður sexfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. Einn heppinn var með bónusvinninginn og fær rúmlega 985 þúsund krónur. Miðinn var keyptir á lotto.is. Einn var með 1. vinning í Jóker sem hljóðar upp á 2,5 milljónir króna, miðinn góði var keyptur í appinu.... Lesa meira

lotto

Lottó - Fjórfaldur næst!

Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar útdrætti vikunnar. Einn var með bónusvinninginn og fær hann 575.070 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Heppinn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann fyrir það 2,5 milljónir ... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó - 3faldur næst!

Potturinn verður 3faldur í næstu viku þar sem enginn var með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins. Tveir miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hvor þeirra 398 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Nettó á Seljarbraut og í Lottó appinu. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tíu ... Lesa meira

lotto

Lottó - tvöfaldur næst!

Potturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í þetta skiptið! Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en fimm miðahafar voru með 2. vinning sem er að venju 125 þúsund krónur. Tveir miðar voru keyptir á N1 Bíldshöfða, einn í Iceland Hafnarfirði, einn á lotto.is og einn er í áskrift.... Lesa meira

lotto

„Það að eiga lítið og skulda mikið heyrir nú sögunni til!“

Ung hjón með lítil börn unnu fimmfaldan fyrsta vinning í Lottó síðasta laugardag - rúmar 83,6 milljónir króna! Dagurinn hafði verið allskonar, verkefnin mörg, þreytan farin að segja til sín og konan orðin pínu buguð. Í miðjum amstri ákvað hún að kaupa sér lottómiða, eins og hún gerir stundum. Hún opnaði lottóappið, val... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir