Lottópotturinn verður fimmfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar.
Einn var með bónusvinninginn og fær hann rúmar 670 þúsund krónur í sinn hlut. Miðinn góði var keyptir í appinu.
Jókerinn fór ekki út í þetta skipti en þrír miðhafar voru með 2. vinning sem er 125 þúsund krónur.
Einn miðinn er í áskrift, einn var keyptur í Vitanum á Laugarvegi og einn var keyptur á lotto.is.