Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot en fimm miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 128,6 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Slóveníu, Póllandi og tveir í Danmörku. Fimmtán miðahafar voru með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 14,6 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Noregi, Ítalíu, þrír á Spáni, þrír í Danmörku og sjö í Þýskalandi.
Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrætti kvöldsins en þrír miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í sinn hlut. Einn miði var keyptur á lotto.is og tveir í Appinu.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 3.478.