Fréttir

lotto

Lukkulegur áskrifandi fékk 54,4 milljónir

24. May 2024, 14:51

Góðu fréttirnar komu rúmlega sextugum manni svo sannarlega í opna þegar hann fékk símtalið sem alla dreymir um frá Íslenskri getspá, að hann hefði verið einn með allar tölur réttar í Lottó síðastliðinn laugardag. Sá lukkulegi, sem er áskrifandi að bæði Lottó og Vikinglotto, sagðist venjulega fylgjast nokkuð vel með útdráttum og vinningstölum en núna um hvítasunnuhelgina hafði hann hins vegar verið á ferðalagi og því hefði símtalið góða komið honum gjörsamlega á óvart.

Það fyrsta sem hinn heppni áskrifandi sagði var „að allir svona vinningar koma alltaf á góðum tíma“ en annars væri of snemmt að segja til um í hvað hann mundi nota peningana en eins og staðan sé núna væri kannski bara best að láta peningana bara aðeins ávaxta sig og ekki ónýtt að eiga góðan varasjóð nú þegar færi að styttast í starfslokin á næstu árum.

Við óskum hinum heppna áskrifanda til hamingju með vinninginn en viljum jafnframt benda á að Lottó-áskrifendur greiða aðeins fyrir fjóra útdrætti í hverjum mánuði þrátt fyrir að í sumum mánuðum séu útdrættirnir fimm, eins og til dæmis næst í júní!

lotto

Úrslit í Lottó 4. október - 6faldur næst!

Lottópotturinn verður sexfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. Einn heppinn var með bónusvinninginn og fær rúmlega 985 þúsund krónur. Miðinn var keyptir á lotto.is. Einn var með 1. vinning í Jóker sem hljóðar upp á 2,5 milljónir króna, miðinn góði var keyptur í appinu.... Lesa meira

lotto

Lottó - Fjórfaldur næst!

Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar útdrætti vikunnar. Einn var með bónusvinninginn og fær hann 575.070 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Heppinn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann fyrir það 2,5 milljónir ... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó - 3faldur næst!

Potturinn verður 3faldur í næstu viku þar sem enginn var með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins. Tveir miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hvor þeirra 398 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Nettó á Seljarbraut og í Lottó appinu. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tíu ... Lesa meira

lotto

Lottó - tvöfaldur næst!

Potturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í þetta skiptið! Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en fimm miðahafar voru með 2. vinning sem er að venju 125 þúsund krónur. Tveir miðar voru keyptir á N1 Bíldshöfða, einn í Iceland Hafnarfirði, einn á lotto.is og einn er í áskrift.... Lesa meira

lotto

„Það að eiga lítið og skulda mikið heyrir nú sögunni til!“

Ung hjón með lítil börn unnu fimmfaldan fyrsta vinning í Lottó síðasta laugardag - rúmar 83,6 milljónir króna! Dagurinn hafði verið allskonar, verkefnin mörg, þreytan farin að segja til sín og konan orðin pínu buguð. Í miðjum amstri ákvað hún að kaupa sér lottómiða, eins og hún gerir stundum. Hún opnaði lottóappið, val... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir