Miðaeigandi í Finnlandi var einn með 1. vinning í Vikinglotto útdrætti vikunnar og fær hann rétt tæpar 589 milljónir króna fyrir það. Hvorki 2. vinningur né hinn al-íslenski 3. vinningur gengu út að þessu sinni.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tveir voru með 2. vinning og fá þeir fyrir það 125 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var keyptur í Shellskálanum í Hveragerði og hinn í Lottó appinu.
Fréttir
vikinglotto
Vikinglotto 24. september 1. vinningur til Finnlands
24. Sep 2025, 17:54