Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en þrír miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 72,6 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru allir keyptir í Þýskalandi. Sex miðahafar voru með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 20,4 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Spáni, Svíþjóð, Póllandi og tveir í Þýskalandi.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tveir voru með 2. vinning og fær hvor þeirra 100.000 krónur í vinning. Annar miðinn var keyptur í Bensínsölunni Kletti, Strandvegi 44 í Vestmannaeyjum og hinn miðinn í Appinu.
Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 2.812.