Tveir skiptu með sér 1. vinningi og hlutur hvors þeirra nemur um 3,2 milljörðum króna, annar miðinn var keyptur í Svíþjóð en hinn í Noregi. Sjö spilarar skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 41,9 milljón króna, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Eistlandi, Tékklandi, Svíþjóð, Póllandi, Finnlandi og tveir í Þýskalandi. Þá voru sextán sem skiptu með sér 3. vinningi og er hlutur hvers þeirra rúmlega 10,3 milljónir, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Ungverjalandi, tveir í Noregi, tveir í Svíþjóð, fjórir í Finnlandi og sjö í Þýskalandi.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en fjórir nældu sér í 2. vinning sem er upp á 100 þúsund krónur, þrír miðanna eru í áskrift en einn var keyptur á heimasíðunni okkar lotto.is.