Fréttir

getraunir

Íslandsmóti Getraunadeildar lokið. Deildin hefst aftur 6.janúar

27. Dec 2023, 15:45

Lokaumferð í úrslitum Íslandsmóts Getraunadeildarinnar var í gær. Í 1. deild varð 780-SH íslandsmeistari með 94 stig. Í 2. deild varð 904-Bridge íslandsmeistari með 91 stig og í 3. deild varð 904-Gunners íslandsmeistari með 85 stig.  Hvert þessara liða fær 100.000 krónur í verðlaunafé, auk veglegs farandbikars og eignarbikar.  Það var því frábær uppskera hjá liðum innan KFS en félagið átti 11 lið í úrslitum af 26 liðum. Getraunir óska sigurvegurum til hamingju með árangurinn. 
Getraunadeildin hefst aftur 6. janúar 2024.

getraunir

Hattarmenn með 1.3 milljónir á Enska seðilinn

Það voru stuðningsmenn Hattar á Egilsstöðum í hópnum Dos Samsteypan sem fengu 13 rétta á Enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag og unnu rúmlega 1,3 milljónir króna. Þeir notuðu sparnaðarkerfi 7-2-489 þar sem þeir þrítryggðu 7 leiki, tvítryggðu 2 leiki og 4 leikir voru með einu merki. Kerfið gekk upp og eru þeir ... Lesa meira

getraunir

Breytingar á Lengjunni

Ákveðið hefur verið að breyta lágmarksupphæð og hámarksupphæð sem hægt er að tippa fyrir á Lengjunni og Lengjan beint á vef Getspár/Getrauna. Lágmarksupphæðin fer úr 100 krónum í  200 krónur og hámarksupphæðin fer úr 12.000 krónum í 20.000 krónur. Þessar breytingar eru gerðar í ljósi þeirra verðlagsbreytinga sem hafa o... Lesa meira

getraunir

Asíuforgjöf

Asíuforgjöf er nýr markaður sem er í boði á Lengjunni og Lengjan beint. Hægt er að lesa allt um hvernig Asíuforgjöf virkar hér. Í stuttu máli hefur Asíuforgjöfin aðeins tvo möguleika (leikur endar 1 eða 2) í stað þriggja möguleika með venjulegri forgjöf (1X2). Jafnteflið (X) er þannig tekið út úr jöfnunni. Asíuforgjöfi... Lesa meira

getraunir

Fimm tipparar með 13 rétta

Íslenskir tipparar byrja vel í getraunum nú þegar enski boltinn er kominn á fullt. Síðastliðinn laugardag voru fimm tipparar með 13 rétta og fær hver í sinn hlut vinning allt frá 700 þúsund krónum og upp í rúmar 900 þúsund krónur.  Tippararnir styðja meðal annars við bakið á FH, ÍBV, Austra Eskifirði og Golfklúbb Vatns... Lesa meira

getraunir

Getraunir og erlend veðmálafyrirtæki

Upplýsingafulltrúi Getspár/Getrauna birtir skoðanagrein á Visir.is þar sem hann dregur fram muninn á ólöglegum erlendum veðmálafyrirtækjum sem bjóða upp á og auglýsa starfsemi hér á landi annarsvegar og Íslenskum getraunum hinsvegar. Greinin var birt í dag á fréttavefnum visir.is og má hér að neðan finna hlekk í greini... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir