Fréttir

getraunir

Tveir tipparar með 2.5 milljónir króna

27. Dec 2023, 15:47

Tveir tipparar unnu 2.5 milljónir hvor á Enska getraunaseðilinn í gær, þriðjudag. Annar tipparinn, sem er úr Grindavík, keypti sjálfvalsmiða í appinu og hafði ekki hugmynd um að hann hefði verið með 13 rétta þegar hringt var í hann í dag frá Íslenskum getraunum. „Ég heyrði auglýsingu frá Getraunum og hugsaði með mér, úr því að bróðir minn gat fengið 13 rétta hlýt ég að geta það líka svo ég keypti einn miða og notaði bara sjálfval“ sagði kampakátur tipparinn.

Hinn tipparinn sem styður Breiðablik keypti sinn fyrsta getraunaseðil á árinu og hafði þrítryggt tvo leiki og tvítryggt tvo leiki, þar á meðal lokaleik getraunaseðilsins sem var Man. Utd. – Aston Villa þar sem hann setti táknin 1 og X. „Ég var nú frekar svekktur með stöðuna í hálfleik þar sem Aston Villa leiddi með tveim mörkum, bæði af því að seðillinn var úti og líka vegna þess að ég er stuðningsmaður Man. Utd“ sagði tipparinn þegar haft var samband við hann í dag. Hann tók þó gleði sína á ný þegar Man. Utd gerði 3 mörk í síðari hálfleik, tryggði sér sigurinn og tipparanum 2.5 milljónir króna í vinning.

getraunir

Húskerfið sló í gegn á Enska getraunaseðlinum

Það hefur ekki farið fram hjá mörgum að enska úrvalsdeildin er hafin. Þá vakna margir tipparar til lífsins og tippa á Enska getraunaseðilinn á laugardögum. Húskerfi Grindavíkur hefur verið starfandi í mörg ár og gefst félagsmönnum tækifæri til að tippa á Enska getraunaseðilinn. Um síðustu helgi voru seldir 47 hlutir á ... Lesa meira

getraunir

Lýðheilsan að veði?

Við hjá Íslenskum getraunum þökkum forseta ÍSÍ fyrir að vekja máls á þessum vanda. Umræða um áhrif íþróttaveðmála, sérstaklega á ungt fólk, er nauðsynleg og tímabær. Ábyrg spilun er okkur hjartans mál. Við nýtum aldurstakmörk, sjálfsútilokun, opnunartíma og eyðslutakmörk til að stuðla að heilbrigðu umhverfi. Það er kom... Lesa meira

getraunir

Sunnudagsseðillinn lokar kl. 13 á laugardag

Vinsamlega athugið að lokunartími á Enska getraunaseðlinum er sunnudagurinn 22 júní kl. 13.00 en ekki laugardagurinn 21 júní. Sunnudagsseðillinn (Evrópuseðillinn) lokar laugardaginn 21 júní kl. 13.00 en ekki á sunnudag eins og venja er til.

getraunir

Fjórir með 13 rétta

Lokaumferðin í enska boltanum var leikin í gær, sunnudag. Tipparar á Íslandi reyndust á skotskónum og voru fjórir þeirra með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum. Fær hver þeirra í vinning um 1.5 milljónir króna. Þrír tipparana styðja við bakið á íþróttafélögum á Íslandi og eru þau Haukar, Keflavík og Golfklú... Lesa meira

getraunir

Vann 500 þúsund í getraunum

Einn íslenskur tippari var með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum og fær hann í sinn hlut rúmar 500 þúsund krónur. Tipparinn keypti opinn seðil með þrjá þrítryggða leiki, 6 tvítryggða og fjóra með einu merki.

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir