Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en fimm miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rétt rúmar 30 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Spáni og 3 í Þýskalandi.
Þá voru fjórir miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi. Hver þeirra hlýtur rúma 21 milljón króna í vinning. Miðarnir voru keyptir í Slóveníu og 3 í Þýskalandi.
Heppinn miðahafi var með 1.vinning í Jóker kvöldsins og fær hann 2 milljónir króna en miðinn var keyptur hjá N1, Ártúnshöfða, Reykjavík. Einn var með 2.vinning í Jóker og hlýtur 100 þúsund krónur í vinning og var miðinn keyptur í Lotto-appinu.