Einn var með allar tölur réttar í síðasta Lottó útdrætti ársins og er því rúmum 11,7 milljónum krónum ríkari. Miðinn var keyptur í Lottó appinu okkar góða.
Þrír miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra rétt tæpar 180 þúsund krónur í vasann. Einn miðinn var keyptur í Krambúðinni Borgarbraut og tveir í Lottó appinu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins en sjö miðahafar voru með 2. vinning og fá þeir allir 125 þúsund krónur fyrir það.
Fjórir miðar eru í áskrift, tveir voru keyptir á lotto.is og einn í Lottó appinu.