Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en tveir miðahafar voru með 2. vinning og fær hvor þeirra rúmar 163,5 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi og Finnlandi. Þá voru níu miðahafar með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 20,4 milljónir króna í sinn hlut. Sex miðar voru keyptir í Þýskalandi en hinir þrír í Grikklandi, Danmörku og á Ítalíu
Heppinn Íslendingur var með 4. vinning og fær hann fyrir það rúmlega 1,1 milljón króna. Miðinn var keyptur á Orkunni, Vesturlandsvegi.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en einn var með 2. vinning og fær hann 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur á Olís á Sæbraut.