Fréttir

lotto

Tvær konur unnu í Lottó – önnur grét, hin bókaði Tenerife

29. Jul 2025, 14:41

Kona um fimmtugt hlaut fyrsta vinning í Lottó síðastliðinn laugardag og vann rúmar 9,3 milljónir króna í einföldum potti. Miðann keypti hún í Lottóappinu, líkt og hún er vön, og kom vinningurinn henni skemmtilega á óvart.

„Ég sá að fyrsti vinningur hefði farið á miða keyptan í appinu, en þar sem ég fékk enga tilkynningu um vinning eftir útdráttinn spáði ég ekkert frekar í því. Þess vegna kom símtalið frá starfsmanni Íslenskrar getspár á mánudagsmorgni mér algjörlega í opna skjöldu,“ segir vinningshafinn.

 Vinningurinn kemur á afar hentugum tíma, þar sem hún er nýlega farin út í sjálfstæðan rekstur og hefur tekjustreymið því tekið breytingum. Hún segir að vinningurinn veiti henni aukið öryggi og svigrúm á þessum nýja kafla í lífinu.

 Aðspurð um tölurnar segir hún að hún velji alltaf fyrstu röðina sjálf, en leyfi svo appinu að velja restina. „Það var einmitt ein af sjálfvalsröðunum sem skilaði vinningnum,“ segir hún og brosir.

 Það eina sem er þegar ákveðið er að maðurinn hennar á ferð til Tenerife inni: „Við gerðum samkomulag á laugardeginum – ef hann myndi vinna myndi hann bjóða mér, og ef ég myndi vinna myndi ég bjóða honum. Það eina sem er 100% ákveðið núna er að hann á ferð til Tenerife inni!“

Þetta er í annað sinn á tveimur vikum sem fyrsti vinningur gengur út, því fyrir síðustu helgi kom annar vinningshafi í heimsókn til Íslenskrar getspár – kona um sextugt sem hafði unnið rúmar 9,2 milljónir króna í Lottó vikuna á undan. Hún hafði keypt miðann sinn á N1, Vesturbraut á Höfn í Hornafirði. Hún var ólýsanlega glöð og mátti sjá nokkur gleðitár falla um leið og hún afhenti vinningsmiðann.

Við óskum vinningshöfunum báðum innilega til hamingju og þökkum um leið veittan stuðning – sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu, þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Úrslit í Lottó 4. október - 6faldur næst!

Lottópotturinn verður sexfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. Einn heppinn var með bónusvinninginn og fær rúmlega 985 þúsund krónur. Miðinn var keyptir á lotto.is. Einn var með 1. vinning í Jóker sem hljóðar upp á 2,5 milljónir króna, miðinn góði var keyptur í appinu.... Lesa meira

lotto

Lottó - Fjórfaldur næst!

Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar útdrætti vikunnar. Einn var með bónusvinninginn og fær hann 575.070 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Heppinn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann fyrir það 2,5 milljónir ... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó - 3faldur næst!

Potturinn verður 3faldur í næstu viku þar sem enginn var með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins. Tveir miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hvor þeirra 398 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Nettó á Seljarbraut og í Lottó appinu. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tíu ... Lesa meira

lotto

Lottó - tvöfaldur næst!

Potturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í þetta skiptið! Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en fimm miðahafar voru með 2. vinning sem er að venju 125 þúsund krónur. Tveir miðar voru keyptir á N1 Bíldshöfða, einn í Iceland Hafnarfirði, einn á lotto.is og einn er í áskrift.... Lesa meira

lotto

„Það að eiga lítið og skulda mikið heyrir nú sögunni til!“

Ung hjón með lítil börn unnu fimmfaldan fyrsta vinning í Lottó síðasta laugardag - rúmar 83,6 milljónir króna! Dagurinn hafði verið allskonar, verkefnin mörg, þreytan farin að segja til sín og konan orðin pínu buguð. Í miðjum amstri ákvað hún að kaupa sér lottómiða, eins og hún gerir stundum. Hún opnaði lottóappið, val... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir