Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en fimm miðhafar skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmar 63 milljónir krónar. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og sá fimmti var keyptur á Spáni.
Þriðji vinningur skiptist á milli 10 miðahafa og fær hver þeirra rúmar 17 milljónir króna. Þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Svíþjóð,tveir í Póllandi, einn í Hollandi, einn á Spáni og einn í Finnlandi.
Enginn var með 1. vinning í Jóker en einn miðahafi var með 2. vinning og hlýtur hann 125 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í Kjörbúðinni á Djúpavogi.