Fréttir

lotto

Lýst er eftir miða með 10 milljóna króna vinningi

3. Jan 2025, 15:32

Ef þú átt einhversstaðar Lottómiða sem þú ert ekki búinn að skoða – þá er tími til þess að gera það núna, því Íslensk getspá auglýsir eftir vinningshafa frá
7. desember síðastliðnum en þann dag var einn með fyrsta vinning upp á tæpar 10 milljónir króna. Var miðinn keyptur í Skálanum í Þorlákshöfn en vinningshafinn er enn ófundinn.

Vinningstölurnar voru 5, 6, 7, 8, og 32. Við hvetjum alla sem keyptu sér lottómiða á þessum stað í byrjun desember að skoða miðana sína vel og vandlega því þar gætu leynst vinningstölurnar góðu sem færa þér tæpar 10 skattfrjálsar milljónir í vasann.

 

Vantrúaður vinningshafi fékk ógleymanlegt símtal

Rúmlega fimmtugur karlmaður gleymir seint símtali sem hann fékk í vinnuna á mánudaginn var. Þar var Íslensk getspá á línunni með fréttir um að miðinn sem hann hafði keypt í gegnum Lottóappið fyrir úrdráttinn laugardaginn 28. desember sl. hefði fært honum rúmar 11,7 skattfrjálsar milljónir.

Maðurinn trúði þessu engan veginn enda sannfærður um að vinnufélagarnir væru að gera grín að sér en sagði svo tilfinninguna algjörlega ólýsanlega. „Fyrsta verk verður að greiða niður smá skammtímaskuldir og láta lagfæra eina tönn sem setið hefur á hakanum en svo verður líka einhverju smá eytt í vitleysu“ sagði sá heppni með bros á vör.

Starfsfólk Getspár/Getrauna óskar vinningshafanum innilega til hamingju og þakkar um leið veittan stuðning sem skiptir gríðarlega miklu máli fyrir fatlað fólk, sem og íþrótta- og ungmennafélögin í landinu þar sem þau njóta góðs af allri sölu Lottó.

lotto

Úrslit í Lottó 4. október - 6faldur næst!

Lottópotturinn verður sexfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar í útdrætti vikunnar. Einn heppinn var með bónusvinninginn og fær rúmlega 985 þúsund krónur. Miðinn var keyptir á lotto.is. Einn var með 1. vinning í Jóker sem hljóðar upp á 2,5 milljónir króna, miðinn góði var keyptur í appinu.... Lesa meira

lotto

Lottó - Fjórfaldur næst!

Lottópotturinn verður fjórfaldur næsta laugardag þar sem enginn var með allar tölurnar réttar útdrætti vikunnar. Einn var með bónusvinninginn og fær hann 575.070 krónur í sinn hlut. Miðinn var keyptur á lotto.is. Heppinn miðaeigandi var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann fyrir það 2,5 milljónir ... Lesa meira

lotto

Úrslit í Lottó - 3faldur næst!

Potturinn verður 3faldur í næstu viku þar sem enginn var með 1. vinning í Lottó útdrætti kvöldsins. Tveir miðahafar voru með bónusvinninginn og fær hvor þeirra 398 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Nettó á Seljarbraut og í Lottó appinu. Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en tíu ... Lesa meira

lotto

Lottó - tvöfaldur næst!

Potturinn verður tvöfaldur næsta laugardag þar sem hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í þetta skiptið! Jókerinn gekk ekki út að þessu sinni en fimm miðahafar voru með 2. vinning sem er að venju 125 þúsund krónur. Tveir miðar voru keyptir á N1 Bíldshöfða, einn í Iceland Hafnarfirði, einn á lotto.is og einn er í áskrift.... Lesa meira

lotto

„Það að eiga lítið og skulda mikið heyrir nú sögunni til!“

Ung hjón með lítil börn unnu fimmfaldan fyrsta vinning í Lottó síðasta laugardag - rúmar 83,6 milljónir króna! Dagurinn hafði verið allskonar, verkefnin mörg, þreytan farin að segja til sín og konan orðin pínu buguð. Í miðjum amstri ákvað hún að kaupa sér lottómiða, eins og hún gerir stundum. Hún opnaði lottóappið, val... Lesa meira

Viltu lesa meira?

Skoða allar fréttir